Athugasemd við dagskrá skipulags- og samgönguráðs, frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 44
21. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Flokkur fólksins vill enn og aftur gera athugasemd varðandi dagskrá Skipulags- og umhverfisráðs sem snýr að upplýsingum um afgreiðslu mála sem birta ætti í dagskrá fyrir fundinn. Fram kemur að mál eigi að koma til afgreiðslu en engar umsagnir fylgja með sem gerir undirbúning erfiðan. Til að geta samið efnislega bókun byggða á rökum fyrir af hverju mál er fellt eða vísað frá verðum við að sjá rökin fyrir því fyrir fundinn. Eins og þetta er núna virkar þetta eins og teknar séu einhverjar skyndi geðþóttaákvarðanir um málin, þau ýmis felld eða vísað frá á kerfisbundin hátt. Í því felst engin fagmennska. Málin okkar hljóta að hafa verið til umræðu einhvers staðar hjá Ráðinu/sviðinu og úr þeirri umræðu hlýtur að hafa komið eitthvað mat/umsögn sem verður að fylgja með í dagskrá til að Flokkur fólksins geti samið efnislega bókun fyrir fundinn. Í borgarráði er þessu oftast þannig farið. Þá fylgja umsagnir sem gefa tóninn og í framhaldi er hægt að undirbúa bókun í málinu fyrir fundinn sjálfan.
Svar

Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: