Fyrirspurn
Að komast upp á brúna yfir Breiðholtsbrautina ef komið er frá Mjódd, vinstra megin við Brautina er aðeins fyrir þá fótafimustu. Það er hrikalegt að sjá þennan frágang og ekki nokkur leið fyrir eldri borgara, hreyfiskerta eða aðra sem eiga erfitt með gang Þennan spöl þarf nánast að fara upp á fjórum fótum og á vetrum yrði þetta bara eins og rennibraut. Myndir fylgja fyrirspurninni Spurt er hvort þetta sé lokafrágangur ? Ef ekki hvenær á að laga þetta og ganga frá þessu með sómasamlegum hætti þannig að aðgengi þarna megin við brúna verði fyrir alla?