Fyrirspurn
Hvenær er Reykjavíkurtjörn hreinsuð og hversu oft á ári?
Gróður í Reykjavíkurtjörn er nauðsynlegur og hefur gróður aukist sýnilega. Í dag er tjörnin á köflum dökkgræn þegar horft er ofan í hana og ekki augnayndi að mati margra. Aukning á slíkum gróðri hefur jákvæð áhrif á vistkerfi tjarnarinnar og bætir meðal annars skilyrði fyrir smádýr sem eru mikilvæg fæða fyrir endur. Því er það Flokki fólksins hugleikið hversu oft þarf að hreinsa tjörnina árlega til að halda vistkerfi hennar í eðlilegu ástandi.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða.