Svar við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins, gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 65
4. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 17. febrúar 2020 vegna tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins sem barst úr borgarráði dags. 5. september 2019, um að gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins lagði til að gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar þar sem bílastæðaskortur er vaxandi vandamál í miðborg Reykjavíkur en tillagan hefur verið felld í skipulags- og samgönguráði. Íbúar borgarinnar finna fyrir þeim skorti en lítið bólar á úrræðum til úrlausnar á vandanum. Á sama tíma rekur Reykjavíkurborg 6 bílastæðahús með yfir þúsund bílastæðum. Í svari er það staðfest að nýting á nóttinni er lítil og önnur rök eru að ef tillagan verði að veruleika þá muni bílastæðasjóður verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sérkennileg rök, „nýting er lítil og óttast er að bílastæðasjóður verði fyrir tekjutapi“. Flokkur fólksins spyr hvernig þetta tvennt fari saman? Spyrja má í framhaldinu, hvað græðir bílastæðasjóður á að hafa nánast tóm bílastæðishús að nóttu til? Hér er verið að tala um að hafa frítt yfir nóttu og koma þannig á móts við bílastæðavanda. Mörgum íbúðum sem verið er að selja í borginni fylgja ekki bílastæði. Það hefur ákveðinn fælingarmátt. Að bjóða upp á gjaldfrjáls stæði að nóttu er hagur íbúa á svæðinu, það myndi einnig laða fólk frekar að skoða að fjárfesta í íbúðum á svæðinu og breyttir sennilega mjög litlu fyrir bílastæðasjóð. Í svari er tala um vaktþjónustu. Vaktþjónusta er óþarfi, bílastæðahúsunum þarf ekki að læsa yfir nóttu.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Rétt er að leggja áherslu á að bílastæðahús séu opin allan sólarhringinn gegn sanngjörnu endurgjaldi. Aðkoma einkaaðila að rekstri bílastæðahúsa getur bætt þennan rekstur og aukið nýtingu eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til. 
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Vel má skoða leiðir til að auka nýtingu bílastæðahúsa og jafnframt að auka tekjur af þeim og bæta þjónustuna. Þá væri æskilegt að leita leiða til að færa bílaleigubíla í auknu mæli af íbúðagötum og inn í bílastæðahús. Tillagan sem lögð er fram ein og sér myndi hins vegar leiða til tekjutaps sem við teljum ekki vera æskilegt.
110 Reykjavík
Landnúmer: 110545 → skrá.is
Hnitnúmer: 10021169