Fulltrúi Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: Fyrirspurnir eru mikilvægt tæki sem kjörnir fulltrúar hafa til að afla upplýsinga um það sem fram fer í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Fyrirspurnum er ekki ætlað að krefja aðra kjörna fulltrúa um frekari réttlætingu fyrir atkvæði sínu enda eru kjörnir fulltrúar eru einungis bundnir af eigin sannfæringu þegar þeir greiða atkvæði um tillögur annarra fulltrúa. Viðkomandi tillaga var felld og hægt að leita í fundargerð eftir frekari útskýringu á afstöðu kjörinna fulltrúa.