Umhverfis- og skipulagssvið, innkaup sem fara yfir milljón
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 102
5. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagðar eru fram innkaupaskýrslur frá janúar - desember 2020 fyrir eignasjóð á kaupum sem fara yfir milljón. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Erfitt er fyrir einstaka borgarfulltrúa að greina þennan lista um innkaup og átta sig á mikilvægi verkefna og hvort greiðslur séu í samræmi við verk og gæði og annað í þeim dúr. Samtals er um að ræða 16. 5 milljarð. Liðum eins og viðhaldsliðir, gatnagerð og þess háttar skýra sig e.t.v. sjálfir. Það vekur þó athygli hversu mikil vinna er keypt af ráðgjafa- og verkfræðistofum og hefur fulltrúi Flokks fólksins áður bókað um það. Á sviðinu starfa fjöldi sérfræðinga í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en þrátt fyrir það virðist þurfa að kaupa ráðgjöf fyrir nánast hvert handtak, stórt eða smátt. Það er því ekki að undra að stundum upplifir borgarfulltrúinn eins og embættis- og starfsmenn séu ekki ráðnir sem sérfræðingar heldur frekar sem verkstjórar. En öll þessi vinna/ráðgjöf sem keypt er af utan að komandi sérfræðingum í stór sem smá verkefni vekur upp spurningar um hagkvæmni. Er sem dæmi enginn arkitekt á launaskrá hjá umhverfis- og skipulagsráði eða á skipulags- og samgönguráði? Annars segir þessi listi um innkaup kjörnum fulltrúa ekki mikið. Hvað er t.d. verið að greiða New Nordic Engineering ehf fyrir að upphæð 70.778.173.00?