Lagt er fram yfirlit yfir ferðakostnað starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs frá október - desember 2020.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Ferðakostnaður er tæp milljón þrátt fyrir að veirufaraldur skall á í mars 2020. Áætlun er um 12 milljónir sem endurspeglar ferðakostnað fyrri ára. Ferðakostnaður hefur ekki verið tekinn niður milli ára. Vænta má vonandi að áætlanir héðan í frá verði nær núllinu enda engin ástæða lengur til að fara erlendis nema í algerum undantekningartilfellum. Fjarfundir hafa tekið við af ferðalögum og væntir borgarfulltrúi Flokks fólksins þess að sviðið, embættismenn og aðrir á sviðinu notist við fjarfundatæknina enda boðberar grænna áherslna. Fátt er eins grænt en að minnka kolefnisspor sem eru all mörg í ferðum erlendis.