Göngugötur 2019 - 2020, Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 49
25. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september með tillögu um göngugötur 2019-2020. Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar, fulltrúa Viðreisnar og Katrínu Atladóttur og Hildar Björnsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði á móti tillögunni.  Vísað til borgarráðs
Svar

Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins bókar: Nýtt og umdeilt deiliskipulag vegna göngugatna er nýsamþykkt í auglýsingu. Vilji meirihluta rekstraraðila í miðborginni er skýr; þeir leggjast gegn vetrarlokun. Hér hefur ekki verið hlustað á þessi sjónarmið sem skyldi og sátt hefur ekki náðst og því greiði ég atkvæði gegn þessari afgreiðslu.

Komur og brottfarir
  • - Kl. 13:28 víkur Eyþor Arnalds af fundi.