Fyrirspurn Flokks fólksins, Yfirlit ferðakostnaðar.
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 50
2. október, 2019
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Flokkur fólksins óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum?. 1. Var nauðsynlegt að svo margir fulltrúar færu á ráðstefnuna í Osló í vor? 2. Var kannað hvort boðið yrði upp á fjarfund. 3. Ef boðið var upp á fjarfund hvers vegna var hann ekki nýttur.
Svar

Flokkur fólksins vill gera athugasemdir við hversu margir frá Umhverfsis og skipulagssviði fóru á ráðstefnu til Osló í vor. Kostnaður er rúmar 4 milljónir. Hér má spyrja hvort allt þetta fólk hafi þurft að sækja sömu ráðstefnuna þótt mikilvæg væri. Hvað með fjarfundi, var kannað hvort það var í boði. Hvernig sem á málið litið er hér um gríðarháa upphæð að ræða og engan veginn verjandi enda hefði dugað að senda 2-3 sem hefðu getað uppfrætt þá sem heima sátu.Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.