Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, kynningarátak á bílhúsum miðborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 49
25. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að Reykjavíkurborg og Bílastæðasjóður ráðist í kynningarátak á bílhúsum miðborgar og frekari þróun á viðeigandi snjallforritum með það fyrir augum að gera miðborgina aðgengilegri. 
Svar

GreinargerðBílastæðum hefur fjölgað í miðborg síðustu ár með tilkomu nýrra bílhúsa. Borgarbúar upplifa hins vegar skort á bílastæðum í miðborginni og því æskilegt að bregðast við þeirri upplifun. Betur má gera við kynningu nýrra bílastæða í bílhúsum og því mikilvægt að ráðast í kynningarátak svo borgarbúar séu upplýstir um þróunina. Áður hefur Sjálfstæðisflokkur lagt til frekari þróun snjallforritsins leggja.is með það fyrir augum að gera bílhúsin aðgengilegri. Þannig yrði unnt að greiða fyrir aðgang að bílhúsum með forritinu eða öðrum sambærilegum forritum. Tillagan hefur ekki enn fengið afgreiðslu. Eins mætti þróa snjallforritin áfram með það fyrir augum að gestir miðborgar geti aflað upplýsinga í rauntíma um fjölda lausra bílastæða í hverju bílhúsi ásamt ráðleggingum um viðeigandi bílhús eftir því hvert sækja skal verslun eða þjónustu í miðborg.Frestað.