Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ásamt tillögu Sjálfstæðisflokksins, dags. 8. október 2021.
Svar
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Tillaga Sjálfstæðisflokks snýr að því að umhverfis- og skipulagssvið bjóði út rekstur smárra rafknúinna farartækja sem gætu ferjað viðskiptavini frá bílahúsum að verslun og þjónustu í miðborg. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort hér sé verið að tala um að einhver sé á staðnum, þar sem viðkomandi skilur við bíl sinn, og ferjar hann eitthvað annað? Er hér átt við litla rafknúna vagna eða opin farartæki svo sem rafskutlur? Eins er lagt til að umhverfis- og skipulagssvið hlutist til um gott aðgengi að reiðhjólum, rafskútum og öðrum sambærilegum farartækjum nærri bílahúsunum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sé viðkomandi með hjólastól í bílnum eða rafskútu þá er það varla mál borgarinnar. En tekið er undir að lítið mál ætti að vera fyrir borgina að setja upp stöðvar fyrir rafskreppur/ hlaupahjól sem allra víðast.