Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 50
2. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fjölgun stofnana og fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur. 1. Hefur Borgin í hyggju að setja mannfrekar stofnanir og fyrirtæki í póstnúmer 101, 102, 103, 104 og 108. 2. Ef svo er, hvaða stofnanir og fyrirtæki er um að ræða. 3. Hvaða póstnúmer eru á áætlun fyrir nýjar stofnanir og fyrirtæki?  4.Eru borgaryfirvöld tilbúin að beita sér fyrir fækkun stofnana og opinberra fyrirtækja í borginni og fjölga þeim í austur hluta borgarinnar.
Svar

Eins og margoft hefur komið fram eru umferðarmálin í miklum ólestri og er ekki á það bætandi að fjölga fyrirtækjum og stofnunum í ofangreindum póstnúmerum. Flokkur fólksins ber kvíðboga ef um fjölganir stofnana og fyrirtækja í umræddum póstnúmerum verður að ræða.Vísað frá. Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: Fyrirspurn þessi opinberar grundarvallar misskilning á hlutverki skipulags- og samgönguráðs þar sem ákvarðanir um fækkun stofnanna og opinberra fyrirtækja eru ekki teknar í því ráði. Reykjavíkurborg vinnur eftir Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem er lögbundið skipulag. Í því segir til um áætlaða landnotkun og stefnu um atvinnuþróun í Reykjavík á komandi árum. Færsla fyrirtækja er ekki handstýrð en bent er á að úthlutanir lóða fyrir bæði fyrirtæki af hinu opinbera og í einkaeigu eiga sér stað í borgarráði.