Fyrirspurn
Umhverfis- og heilbrigðisráð samþykkir að fela þriggja manna stýrihópi að greina og gera tillögur til ráðsins um hvernig haga skuli þjónustu borgarinnar við gæludýr. Meðal þess sem hópurinn á að skoða er hvernig Reykjavíkurborg uppfyllir þær kröfur sem til hennar eru gerðar í lögum, reglugerðum og samþykktum og hvort tilefni sé til breytinga. Einnig á hópurinn að skoða hvernig þjónustu við íbúa sem halda gæludýr er háttað og hvort auka eigi þjónustu við þá. Við vinnu tillagnanna skal leggja áherslu á velferð dýra og samfélagslegan ábata af gæludýrahaldi auk þess að huga sérstaklega að dýrum í erfiðum aðstæðum og óskiladýrum. Þá skal hópurinn skoða möguleika á samstarfi við nágrannasveitarfélög og félagasamtök sem láta sig dýravelferð varða og kalla til samráðs sérfræðinga og aðra sem geta lagt til vinnunnar. Tillögunum þarf að fylgja kostnaðarmat og tímaáætlun.
Samþykkt.
Umhverfis og skipulagssviði er falið að gera erindisbréf fyrir hópinn og leggja fyrir næsta fund umhverfis- og heilbrigðisráðs.