Tillaga áheyrnafulltrúa Flokks fólksins, Tillaga áheyrnafulltrúa Flokks fólksins um að setja bekki á Geirsnefi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 51
23. október, 2019
Annað
‹ 34. fundarliður
36. fundarliður
Fyrirspurn
Hundasvæði eru fá á Íslandi miðað við í nágrannalöndunum. Eitt þeirra er á Geirsnefi. Hundagerðið á Geirsnefi hefur staðið í nokkur ár og er ca 600 m2. Á síðastliðnum 10 árum hefur orðið hrein sprenging í hundaeign á höfuðborgarsvæðinu en þjónusta við hundaeigendur hefur því miður ekki náð að fylgja þeirri þróun. Hundagerðið á Geirsnefi er afar vinsælt. Á svæðið vantar tilfinnanlega bekki svo fólk sem er með hunda sína þar geti tyllt sér. Á löngu svæði er enginn bekkur. Flokkur fólksins vill beina því til skipulags- og umhverfisyfirvalda að settir verði bekkir á svæðið með reglulegu millibili. Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs.