Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 52
30. október, 2019
Annað
‹ 26. fundarliður
27. fundarliður
Fyrirspurn
Í þeim tilgangi að auka sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla til framtíðar er skipulagsfulltrúa falið að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi hverfisins sem miða að því að fjölga íbúum og þétta byggð. Gert verði ráð fyrir því að önnur þjónusta og verslun fái einnig tækifæri til að þróast innan hins nýja skipulags. Sérstök áhersla verði lögð á að nýjar íbúðir henti vel ungum barnafjölskyldum og fyrstu kaupendum. Áform meirihluta borgarstjórnar um að loka Korpuskóla munu draga úr lífsgæðum fjölskyldna sem búa í Staðahverfi og hafa áhrif á áhuga fólks á að flytja í hverfið. Það er því mikilvægt að flýta skipulagsgerðinni sem kostur er og leggja drög að skipulagsbreytingum fyrir ráðið og íbúa hverfisins hið allra fyrsta.
Svar

Greinargerð fylgir tillögunniFrestað.