Fyrirspurn
Varaborgarfulltrúi Flokk fólksins leggur til að farið verði gaumgæfilega í gegnum verkferla innan borgarinnar varðandi framkvæmdir í miðborginni. Jafnframt verði skoðað með alvarlegum hætti hvernig hæg er að haga samskiptum við borgarbúa og hagsmunaaðila sem eru staðsettir á því svæði sem framkvæmdir fara fram. Borgaryfirvöld verða að hafa í huga að bæði þeir sem eiga húsnæði og eru með rekstur á framkvæmdasvæði hafa sinn rétt á upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og gang þeirra á öllu verkferlinu. Framkvæmdir eiga ekki að hafa svo víðtæk áhrif á íbúa og rekstraraðila að viðkomandi neyðast til að flytja af svæðinu eða hætta rekstri. Það er á ábyrgð borgarinnar að tryggja öllum íbúum hennar og rekstraraðiljum skjól. Flokkur fólksins leggur jafnframt til að áður en framkvæmdir hefjast sé tryggt að verktakar hafi allt sem þarf til verkefnisins, nægan mannskap á öllu tímabilinu, næg tæki og tól og umfram allt, allt efni sem þarf til framkvæmdanna. Ekki ætti að treysta á sendingar af efni sem ætlað er í framkvæmdir komi settum tíma til landsins, heldur verið að gera þá kröfu að allt efni sé til staðar þegar framkvæmdin hefst.