Biðstöð strætó á Hagatorgi við Hótel Sögu, umferðarmerking (USK2019110094)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 56
4. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 29. nóvember 2019 þar sem lagt er til að biðstöð fyrir strætisvagna á Hagatorgi við Hótel Sögu verði staðfest í samræmi við a-lið 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Biðstöðin verði merkt með viðeigandi umferðarmerki í samræmi við reglugerð 289/1995. Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar með fyrirvara um samþykki Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: