Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna Bjarkargötu og Tjarnargötu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 60
15. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fyrirspurn frá fulltrúa Flokks fólksins 4. des 2019 skipulags- og samgönguráði.
Svar

Bjarkargata og Tjarnargata 101 Reykjavík. Það vekur athygli að tvær götur í 101 Reykjavík, Bjarkargata og Tjarnargata eru báðar tvístefnu akstursgötur sem kemur sér mjög illa fyrir þá sem um þessar götur aka. Hægt er að aka þessar götur bæði til norðurs og suðurs. Bifreiðum er lagt báðu megin á götunni og því ekki mögulegt að mæta bifreiðum sem um götun aka er þær koma úr sitt hvorri áttinni. Fyrirspurnin er þessi. Flokki fólksins telur skynsamlegt að breyta Bjarkargötu og Tjarnargötu í einstefnu akstursgötur, annað hvort verði hægt að aka göturnar frá norðri eða frá suðri. Er eitthvað sem stendur í veginum fyrir slíkum breytingum.