Tillaga frá Flokk fólksins, um að borgarfulltrúar kolefnisjafni ferðir sínar úr eigin vasa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 59
8. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga Flokks fólksins um að borgarfulltrúar kolefnisjafni ferðir sínar úr eigin vasa og upplýsingar um kolefnisjöfnunin verði aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.
Svar

Flokkur fólksins leggur til að borgarfulltrúar, borgarstjóri og aðstoðarmaður borgarstjóra kolefnisjafni flugferðir sínar til og frá útlöndum úr eigin vasa. Með þessu sýna borgarfulltrúar félagslega ábyrgð. Þær þrjár leiðir sem hægt er að kolefnisjafna er hjá Kolviði, Votlendissjóði og Icelandair. Borgarfulltrúar og sérstaklega borgarstjóri og aðstoðarmaður hans fara í margar flugferðir á ári erlendis sem skipta hundruð þúsunda. Ferðalangurinn sjálfur á að bera kostnaðinn og með því sýnir hann í verki viðhorf sitt til mikilvægis umhverfisverndar. Að kolefnisjafna er í dag viðurkennd aðgerð til að vega upp á móti útblæstri og því er ekkert að vanbúnaði að kjörnir fulltrúar kolefnisjafni og axli sjálfir ábyrgð á kostnaðinum. Lagt er til að á heimasvæði komi fram upplýsingar um kolefnisjöfnuð hvers og eins og hjá hvaða aðila það var gert.Frestað.