Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna framlagningu lista yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 59
8. janúar, 2020
Annað
‹ 33. fundarliður
34. fundarliður
Fyrirspurn
-    Kl. 9:57 tekur Örn Þórðarson tekur sæti á fundinum
Svar

Í framhaldi að framlagningu lista yfir innkaup umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir nánari upplýsingum: Hvað ræður því að farið er í útboð í stað þess að láta verðsamanburð nægja þegar upphæð er undir viðmiði útboðsreglna? Ferli verðsamanburðar er ekki nægjanlega gegnsætt til að almenningur geti fylgst með. Sem dæmi er EFLA fyrirtæki sem verið er að greiða háar upphæðir. Er t.d. Efla ódýrasta fyrirtækið og hjá hvaða öðrum fyrirtækjum var verð athugað þegar verið var að leita að fyrirtæki til að sinna verkefnum sem Efla var síðan ráðið í. Á lista um innkaup þarf að koma fram forsendur fyrir þeirri ákvörðun sem tekin er með hver innkaup, hvaða forsendur eru fyrir því að þau fyrirtæki sem hér eru valin fá verkefnið? Á hvaða grundvelli eru þau ráðin? Eins vantar upplýsingar um afslætti, magnafslætti t.d. hjá þeim fyrirtækjum sem eru að fá flestu og dýrustu verkefnin. Veitir sem dæmi Efla borginni afslátt?