Eins og oft áður eru svör við fyrirspurnum ótæmandi og almennar. Hvernig á almenningur að átta sig á hvort eitt tilboð er betra en annað ef litlar sem engar upplýsingar fylgja tilboðum fyrirtækja, eða ásett verð þeirra á tiltekna framkvæmd sem ekki þarf að fara í útboð? Hvort er afsláttur eða ekki og hvaða listaverð miðar eitt fyrir tæki við og hvað hitt fyrirtækið? Það vaknar sú spurning þegar skoðaðar eru framkvæmdir á vegum borgarinnar þá eru oftast sömu fyrirtækin sem hljóta verkefnin. Hvernig má það þá vera að önnur fyrirtæki geti nokkur tímann öðlist þá reynslu, þekkingu og hæfni sem „viðkomandi“ fyrirtæki þurfa að búa yfir ef þau hljóta ekki náð hjá skipulagsyfirvöldum? Ergo, öðlast aldrei það sem krafist er af þeim af hálfu borgarinnar.