Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem barst borgarráði 28. nóvember 2019 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs þar sem tillögunni var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.
Svar
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Tillaga Flokks fólksins um að ljúka við stíg og stígatengingu við nyrðri enda göngubrúar yfir Breiðholtsbraut þar sem eðlileg gönguleið er frá Mjódd upp Arnarbakkann var lögð fram 28. nóvember 2019. Nú hartnær ári síðar berst umsögn og er tillagan felld á grundvelli umsagnar skipulagsstjóra sem segir að tenging við brúna sé nú í samræmi við samþykkt deiliskipulags. Á þeim 9 mánuðum sem tillagan hefur legið á borði skipulagsyfirvalda og beðið afgreiðslu hefur tekist að fullklára verkefnið. Því ber að fagna