Ljóst er að framkvæmdir við Óðinstorg sem er við heimili borgarstjóra er komin fram úr áætlunum. Samkvæmt kosnaðaráætlunum átti framkvæmdin að kosta 300 milljónir. Viðurkennt er í svari þessu að verkið er komið langt fram úr áætlunum og endi samkvæmt fjárhagsáætlunum í 380 milljónum. Er það framúrkeyrsla upp á tæp 30%. Ekki er litið á þetta svar sem lokasvar því verkið hefur dregist úr hófi og fróðir menn sem skoðað hafa framkvæmdirnar segja að verkið hljóti að vera mun dýrara. Framkvæmdum átti að ljúka í lok september 2019 en ljóst er að þeim ljúki ekki fyrr en í byrjun sumars 2020. Borgarfulltrúi Miðflokksins fylgist áfram með kostnaðarauka sem kemur til með að falla á endurgerð Óðinstorgs.