Tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, um gönguþveranir yfir Hringbraut, umsögn - USK2020080038
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 75
3. júní, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið, í samstarfi við Vegagerðina, vinni tillögur að öruggum gönguþverunum yfir Hringbraut. Slysatíðni er mikil á Hringbraut og fjöldi barna þverar götuna daglega á leið til skóla, íþrótta og tómstunda. Gera þarf viðeigandi breytingar á umhverfi Hringbrautar svo tryggt verði raunverulegt öryggi með réttum staðsetningum, götugögnum og búnaði. Skapa þarf öryggistilfinningu og jákvæða hegðun þar sem notendur lesa umhverfið og hætturnar rétt og bera virðingu hver fyrir öðrum. Tillögurnar verði unnar með hliðsjón af skýrslu um umferðaröryggi í Vesturbæ (febrúar 2016), og að höfðu samráði við íbúaráð og íbúasamtök Vesturbæjar.
Svar

Frestað.