Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020030012)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 64
26. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Íbúar í Skerjafirði urðu varir við grunsamlega bílaumferð í hverfinu 24. og 25. febrúar s.l. Þegar betur var að gáð þá kom í ljós að þarna voru á ferð 2 bílar merktir Reykjavíkurborg að telja bíla inn og út úr hverfinu og því er spurt hvers vegna er verið að telja bíla í Skerjafirði? Er það vegna fyrirhugaðs nýs hverfis? Hvers vegna eru valdir dagar til að telja bíla þegar verkfall Eflingar stendur yfir og t.d. allir leikskólar lokaðir? Má ekki líkja þessu við persónunjósnir? Á Reykjavík ekki tæki sem telja bíla?