Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins ásamt umsögn samgöngustjóra, dags. 16. júní 2020, vegna leiðarkerfis
Strætós bs.
í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal og barst skipulags- og samgönguráði 4. mars 2020.
Svar
Vísað til faghóps um leiðakerfismál hjá Strætó bs.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu vegna leiðarkerfis Strætós bs. í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Tillagan gekk út á að leiðarkerfið verði þétt og skilvirkt milli hverfanna og til að svo megi verða þarf að endurskoða leiðarkerfið Strætó með hliðsjón af ábendingum og athugasemdum íbúa þessara hverfa. Umsögn hefur borist og lagt er til að vísa ábendingum Flokks fólksins til faghóps um leiðakerfismál, til frekari greiningar og úrvinnslu. Það er að mati fulltrúa Flokks fólksins ágætt næsta skref. Flokkur fólksins vill í þessu sem öðru gæta þess að ávallt sé tekið tillit til athugasemda íbúa og í þessu tilfelli er um að reiða óviðunandi leiðarkerfi Strætó bs. Hér er ekki síst um að ræða öryggi barnanna sem koma úr þremur hverfum. Það eru ekki allir á bíl og það fólk þarf að geta nýtt almenningsvagna til að komast í verslanir.