Fyrirspurn
Flokkur fólksins hvers vegna borgaryfirvöld hafa skilið eftir stórar spildur af opnu landsvæði sem er fyrst og fremst eitt moldarflag. Leirtjörnin þornar upp og er jafnframt eitt mordarflag þegar það gerist. Íbúar í Úlfarsárdal hafa kvartað sáran undan miklu moldarfjúki í þurru veðri þar sem þessar moldarbreiður eru galopnar. Þetta er ekki einvörðungu skaði fyrir umhverfið heldur jafnframt heilsu fólks og þá sérstaklega barna í hverfinu. Flokkur fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hver er ástæðan fyrir því að þessar moldarbreiður eru látnar standa svo lengi íbúum hverfisins til mikils ama? Svo virðist að djúpt sé í fast land á þessu svæði, er ef til vill skýringin að hætt hafi verið við að byggja þarna? Ef svo er, verður þá ekki að loka sárinu sem fyrst og upplýsa íbúa?