Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.
Svar
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn.
Bókanir og gagnbókanir
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Heiðmerkursvæðið og lega vega kemur ekki fram í gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur. Samkvæmt vegalögum skulu vegir vera lagðir í samræmi við staðfestar skipulagsáætlanir og því er hvorki hægt að hefja veglagningu né hefja undirbúning á veglagningu fyrr en að deiliskipulagsvinnu fyrir Rauðhóla lýkur. Ekki er liggur fyrir hvenær það verður. Tillagan er því felld.
Sjálfstæðisflokkur
Engin rök eru með því að fella þessa tillögu um bætt aðgengi á grundvelli þess að ekki sé búið að ljúka skipulagsvinnu, eða marka vegi á uppdráttum borgarinnar. Þvert á móti ætti samþykkt tillögunnar að ýta við því að þessari skipulagsvinnu sé lokið og fyrir liggi skýr vilji til að bæta aðgengi almennings að Heiðmörk.