21. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, umsögn (USK202004009)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. júní 2020, er varðar tillögu frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði, um vistvæna bíla og gjaldskyld stæði.
Svar

Fellt með með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Tillaga Flokks fólksins um að metanbílar verði aftur teknir á lista yfir visthæfa bíla hefur verið felld en með nýjum reglum sem tóku gildi 1. 1. 2020 voru metanbílar teknir af lista vistvænna bíla og geta ökumenn þeirra ekki lagt gjaldfrjálst í 90 mín. í gjaldskyld stæði. Ekki eru rök hér að baki en í umsögn um tillöguna er skoðun samgöngustjóra reifuð. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að skoðun samgöngustjóra sé ekki marktæk enda er hún er án rökstuðnings.  Skoðun hans skiptir ekki máli hér. Tvískiptir bílar með  metan eða rafmagn sem aðalorkugjafa eru með bensín til vara.  Bílaeigendur fá sér metan- eða rafmagnsbíla til að nota þá orkugjafa. Það er umhverfinu og íslensku hagkerfi til bóta og eitthvað sem borgin í öllu sínu tali um að draga úr útblæstri ætti að skilja og virða. Litlu skiptir þótt í undantekningartilfellum þurf að brenna bensíni. Með þessari aðgerð eru skipulagsyfirvöld í mótsögn við sjálfa sig sem skerðir trúverðugleika þeirra.  Nú er engin hvatning til að kaupa tvískipta metan og rafbíla og er það miður. Hvatning skiptir máli og ef lögð væri áhersla á að selja metan í stað þess að brenna því, sóa því eins og hverju öðru drasli  væri mikið unnið í umhverfismálum
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Ekki þykir rétt að útvíkka bílastæðafríðindi frekar yfir á tvinnbíla sem ganga fyrir metani og bensíni.