Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. apríl 2020 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vegna Aðalskipulags 2010-2030. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 1. apríl 2020. 1. Hvað hefur vinna við nýjan viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030, endurmat á stefnu um íbúðabyggð/blandaða byggð og forgangsröðun og þéttleiki uppbyggingar á grundvelli markmiða um breyttar ferðavenjur, uppbyggingu Borgarlínu og stefnu í loftslagsmálum kostað til 1. mars 2020? 2. Hvað er áætlað að endanlegur kostnaður verði? 3. Hvað er aðkeypt vinna stór hluti af vinnunni? 4. Hvað hafa margir komið að vinnunni? 5. Hvað hafa margir fundir verið haldnir? 6. Hvenær er áætlað að vinnu við viðaukann verði lokið?