Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020040006)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar ásamt umsögn samgöngustjóra, dags. 16. júní 2020, vegna stoppistöðvar Strætó og barst skipulags- og samgönguráði 1. apríl 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í tengslum við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar um stoppistöðvar Strætó vill fulltrúi Flokks fólksins nefna að fatlað fólk (ÖBI) hefur lengi bent á að  aðgengi að biðstöðvum er víða í lamasessi í borgarlandinu. Fengnir voru tveir fatlaðir menn til að gera úttekt á strætósamgöngum í samstarfi við Strætó bs. sumarið 2018 og voru niðurstöður birtar vorið 2019 (https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/getur-fatlad-folk-notad-straeto). Við uppsetningu nýju skýlanna átti jafnframt að bæta allt aðgengi að biðskýlunum. Það er almennt betra fyrir vikið en ekki alltaf eins og best verður á kosið. Það er búið að ráða sumarstarfsmann til að gera úttekt á aðgengismálum við biðstöðvar strætó, eins og kemur fram í svarinu og er það vel.