Samgönguverkefni, Arnarnesvegur og Bústaðavegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Arnarnesvegur við Breiðholtsbraut og Bústaðavegur við Reykjanesbraut Staða undirbúnings kynnt.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Löngu er orðið tímabært að fara í mislæg gatnamót þar sem Bústaðavegur þverar Reykjanesbraut. Þetta eru ein slysamestu gatnamót höfuðborgarsvæðisins og skapa þar að auki miklar umferðarteppur. Eðlilegt umferðarflæði um borgina skerðist vegna þessa. Nú verður að hrinda í framkvæmd stórum mannaflsfrekum verkefnum. Þessi samgöngubót er vel til þess fallin. Þessi mislægu gatnamót áttu að vera komin fyrir löngu. Undrast er hversu mikið langlundargerð Vegagerðin sýnir meirihlutanum í Reykjavík vegna mótþróa á uppbyggingu og lagfæringa á vegakerfinu sem ríkisstofnunin ber ábyrgð á samkvæmt lögum. Í 8. gr. laga um Vegagerðina segir um samgönguöryggi: „Vegagerðin vinnur að auknu öryggi í samgöngum með því markmiði að fækka slysum og draga úr tjóni af völdum þeirra. Stofnunin skal m.a.: 1. vinna að bættu öryggi innviða samgöngukerfisins með öryggisstjórnun, greiningu á öryggisþáttum og slysum og aðgerðaáætlunum, 2. annast framkvæmd öryggisstjórnunar samgöngumannvirkja og samgöngukerfa, 3. annast ráðgjöf um umbætur sem stuðla að auknu samgönguöryggi.“ Nú verður að forgangsraða í þágu umferðaröryggis, uppbyggingar og viðspyrnu í samvinnu við ríkið.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að skipulagsmál tefji ekki samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi verkefni eru enn mikilvægri nú þegar nauðsynlegt er að sýna miklu viðspyrnu í kjölfar COVID-19.