Fyrirspurn
Hverjar eru heimildir strætó bs sem byggðarsamlags til að skerða þjónustu við farþega? Þarf ekki að bera slíkt undir eigendur? Nú á tímum covid-19 hefur strætóferðum verið fækkað og skilur áheyrnarfulltrúinn fullkomlega að verja þurfi vagnstjórana eins vel og hægt er en þar sem fulltrúinn notar strætó daglega hefur hann tekið eftir því að erfitt er að virða regluna um að hafa tvo metra á milli einstaklinga þegar ferðir eru færri.
Frestað.