Fyrirspurn Flokks fólksins um hvenær verði lokið við að skipuleggja legu Sundabrautar með þeirri nákvæmni að unnt verði að styðjast við það skipulag þegar fjallað er um næstu verklegar framkvæmdir með fram Sundum. Hér er um samvinnuverkefni borgar og ríkis að ræða. Í tengslum við skipulagsmál við Sundin hefur verið erfiðleikum bundið að sjá hvernig svæðið muni þróast. Þetta á t.d. við þegar flutningur Björgunar á strönd Þerneyjarsunds var ákveðinn. Strandsvæðið við innanverð sund er framtíðarauðlind. Til að geta lagt mat á galla og kosti einstakra skipulagshugmynda þarf nákvæm lega Sundabrautar að liggja fyrir allt frá Sundahöfn að Kjalarnesi þannig að verklegar framkvæmdir á svæðinu taki mið af því. Álfsnesi er álitlegt svæði fyrir íbúabyggð. Þarna má einnig gera byggingarsögunni hátt undir höfði með því að varðveita fornar minjar um verslunarstað og einnig er svæðið gott fyrir hafnsækna starfsemi. Lega brautarinnar og áhrif hennar á svæðið er enn ekki nægilega skýr. Mörg álitamál er enn til staðar sem verður að greiða úr. Það kostar lítið að skipuleggja miðað við það sem á eftir kemur. Þess vegna er nú spurt um hversu langt sé í að útlit og lega Sundabrautar liggi fyrir áður en frekari framkvæmdir t.d. á Álfsnesi verði að veruleika.
Svar
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu skipulagsfulltrúa.