Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 69
29. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Samkvæmt nýju deiliskipulagi á Hlemm bendir Flokkur fólksins á að aðgengi fatlaðra og eldri borgara er verulega skert og stenst ekki ný sett lög frá Alþingi. Erfiðara verðu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga að njóta þess sem í boði er og verður á Hlemmtorgi þar sem einnig stendur til að fjarlægja nær aldar gamlan leigubílastandinn af torginu og koma fyrir í talsverðri fjarlægð frá torginu. Því er spurt hvort borgarmeirihlutinn ætli ekki að fara að settum lögum á Alþingi og jafnframt að standa við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um frjálst aðgengi fatlaðra jafnt við aðra þegna samfélagsins. Ísland hefur staðfest þessa samþykkt og mun verða að lögum í lok ársins ef að líkum lætur.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Allir ráðsmenn hafa rétt á því að óska eftir svörum við sínum spurningum með fyrirspurnum. Fyrirspurnir eru til að afla upplýsinga og fá fagleg svör frá sviðinu um þau mál sem það vinnur að. Pólitískar umræður og spurningar um stefnur annarra flokka eiga ekki heima í formlegum fyrirspurnum. Nýtt deiliskipulag við Hlemm mun auka aðgengi allra hópa að borgarrýminu, hreyfihamlaðra sem og annarra.