Göngu- og hjólastígur milli Háaleitisbrautar og Sogavegar,
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 69
29. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 22. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir 3m blandaðan göngu- og hjólastíg sem liggur með hitaveitustokki milli Háaleitisbrautar og Sogavegar. Stígurinn liggur um Álmgerði, Hæðargarð og Réttarholt. Stígurinn er sérstaklega mikilvæg tenging fyrir skólabörn þar sem þessi stígur er meginleið gönguleiða milli hverfahluta.
Svar

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Það er öllum nóg boðið í lokunaráráttu borgarstjóra og meirihlutans. Allar tillögur um að hafa miðbæinn opinn fyrir bílaumferð er hafnað. Til að bíta hausinn af skömminni var akstursstefnu breytt á Laugarveginum. Mikið ákall er frá rekstraraðilum og íbúa að falla frá þeirri ákvörðun. Ekkert er hlustað. Meira að segja er ákall vegna COVID-19 að aðgengið sé gott fyrir fjölskyldubílinn að þessu svæði. Borgarstjóri varð sér algjörlega til skammar þegar hann tók upp á því að fara að blanda sér í ákvarðanir sóttvarnalæknis og landlæknis sem sýnir firringuna sem sá maður er að kljást við. Glerhúsið sem borgarstjóri og meirihlutinn býr í er orðið mjög stórt og bergmálið þar inni algjört.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja almennt uppbyggingu og hjóla- og göngustíga eins og annarra samgangna hjá Reykjavíkurborg en telja ótímabært að fara í framkvæmdir við hönnun og undirbúning nýrra hjóla- og göngustíga eins og ástandið er í samfélaginu þessa daganna vegna Covid 19. Sama á við um önnur undirbúnings- og hönnunarverkefni sem ekki eru bráðnauðsynleg í ljósi stöðunnar og koma ekki til framkvæmda á næstu misserum. Nær væri að forgangsraða fjármunum í brýn viðhaldsverkefni á innviðum borgarinnar og í viðhald og endurbætur á þeim hjóla- og göngustígum sem fyrir eru og sem margir hverjir eru komnir á löngu tímabært viðhald en slík verkefni myndu efla atvinnu á mörgum sviðum með skjótum ávinningi. Verkefni sem ekki koma til framkvæmda á næstu misserum verða bara að bíða eins og sakir standa.