Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar í samstarfi við skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 24. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar fyrir gerð sameiginlegs göngu- og hjólastígs milli Sævarhöfða og Svarthöfða.
Svar
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
Sjálfstæðisflokkur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja almennt uppbyggingu og hjóla- og göngustíga eins og annarra samgangna hjá Reykjavíkurborg en telja ótímabært að fara í framkvæmdir við hönnun og undirbúning nýrra hjóla- og göngustíga eins og ástandið er í samfélaginu þessa daganna vegna Covid 19. Sama á við um önnur undirbúnings- og hönnunarverkefni sem ekki eru bráðnauðsynleg í ljósi stöðunnar og koma ekki til framkvæmda á næstu misserum. Nær væri að forgangsraða fjármunum í brýn viðhaldsverkefni á innviðum borgarinnar og í viðhald og endurbætur á þeim hjóla- og göngustígum sem fyrir eru og sem margir hverjir eru komnir á löngu tímabært viðhald en slík verkefni myndu efla atvinnu á mörgum sviðum með skjótum ávinningi. Verkefni sem ekki koma til framkvæmda á næstu misserum verða bara að bíða eins og sakir standa.