Fyrirspurn
Í fyrirspurn sem áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins lagði fram fyrir rétt um ári síðar varðandi lélegt aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga á stoppistöð Strætó bs. við Suðurlandsbraut norðan megin, á móts við Laugardalshöll, hvort það stæði til að lagfæra umhverfi þessarar stoppistöðvar svo fatlað fólk kæmist með auðveldum hætti að göngubraut yfir Suðurlandsbraut? Svarið var að það væri á framkvæmdaáætlun fyrir 2020. Nú er sumar á næsta leiti, og spurt er hvort lagfæring á umræddri stoppistöð sé á lista yfir framkvæmdaráætlun borgarinnar.