Fyrirspurn
Í aðgerðarpakka borgarráðs vegna neikvæðra efnahagslegra áhrifa Covid-19 faraldursins er lögð til flýting fjárfestinga og viðhalds á vegum Reykjavíkurborgar til að auka atvinnu og umsvif í efnahagslífinu. Gert er ráð fyrir viðbótarfjárfestingum borgarsjóðs og B- hluta fyrirtækja geti samanlagt orðið um 5 milljarðar króna á árinu og enn meiri árið 2021. Í ljósi þess er því lagt til að farið verði í lagfæringar og endurbætur á göngu- og hjólastígum borgarinnar sem margir hverjir eru komnir á löngu tímabært viðhald. Ennfremur er lagt til að farið verði í almenna hreinsun og viðhald á útivistarsvæðum í borgarlandinu. Þá er lagt til að farið verði í aukin þrif hreinsun og viðhald gatna.