Kynnt yfirlit helstu verkefna í uppbyggingu hjólastíga í Reykjavík sem fyrirhugaðar eru 2020-2021.
Svar
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja farm svohljóðandi gagnbókun:
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Hjólreiðar hafa aukist og er það vel. Flokkur fólksins hefur áhyggjur af hraðamálum hjóla á göngu- og hjólastígum og aðliggjandi gangstéttum og óttast stundum um öryggi annarra hjólandi og ekki síst gangandi, sumir með hunda í taumi. Slys hafa orðið og enn oftar legið við slysum. Ekki er eftirlit með umferð á gangstígum vegna t.d. mikillar umferðar á rafknúnum vespum, raf-hlaupahjólum og öðrum minni vélknúnum faratækjum sem náð geta allt að 60 kílómetra hraða á klukkustund. Það er allt of mikill hraði í kringum gangandi vegfarendur. Hámarkshraði bifreiða í íbúðagötum er 30 kílómetrar á klukkustund, og í vistgötum og göngugötum mega vélknúin ökutæki ekki fara hraðar en 10km/h. Grípa þarf til aðgerða sem tryggja öryggi að sama marki á göngustígum og hjólastígum borgarinnar. Um reiðhjól gilda um margt sömu lögmál og um bíla. Í VII. kafla umferðarlaga er fjallað um reglur fyrir hjólreiðamenn. Í 42. gr. er fjallað m.a. um hvernig skuli aka fram úr á reiðhjóli. Í 43. gr. er síðan fjallað um reglur sem gilda við notkun reiðhjóla á göngustígum, gangstéttum og göngugötum. Ekki er nóg að leggja hjólreiðastíga heldur verður yfirvald einnig að sýna tilhlýðilega ábyrgð og sinna fræðslu til að fyrirbyggja slys og óhöpp.
Miðflokkur
Verið er að smygla nýju hringtorgi á Bústaðastaðavegi rétt ofan núverandi gatnamóta við Reykjanesbraut. Reykjavíkurborg er að brjóta samgöngusáttmálann enn einu sinni. Er það gert til að hindra og tefja að mislæg gatnamót komi á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, en það eru önnur slysamestu gatnamót landsins. Ekki er hægt að upplýsa á fundinum hvað fyrirhugað hringtorg muni kosta en Bústaðavegur austan Kringlumýrarbrautar er á ábyrgð Reykjavíkurborgar. Sífellt er klifað á því af meirihlutanum að sækja eigi allt fjármagn til ríkisins í gegnum samgöngusáttmálann. Þar er stór forsendubrestur fyrst af hálfu borgarinnar vegna brots á samningnum m.a. vegna ljósastýringarútboðs sem að vísu var dæmt ólöglegt og svo af hendi ríkisins sem ekki getur selt Íslandsbanka og Keldnalandið í þessum aðstæðum sem var forsenda samgöngusáttmálans.