Fyrirspurn
Skipulags- og samgönguráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka saman tæmandi lista yfir þau skilyrði sem þarf að uppfylla, í réttri tímaröð, svo rekstrarleyfisskyld starfsemi geti hlotið leyfi til sölu gistingar, veitinga og skemmtanahalds í Reykjavík. Allt umsóknarferlið verði gert að fullu rafrænt í samstarfi við sýslumann, undirskriftir verði að fullu rafrænar og leyfisveitingin sjálf verði rafræn. Einnig verði umsóknarferli fyrir tækifærisleyfi gert að fullu rafrænt. Þannig verði allt umsóknarferlið, listi yfir skilyrði og allir eftirfarandi ferlar gerðir rafrænir og aðgengilegir í sömu rafrænu gátt:
• Umsóknareyðublöð um leyfi til sölu gistingar, veitinga eða skemmtanahalds í Reykjavík.
• Umsóknareyðublöð fyrir hvers kyns tækifærisleyfi í Reykjavík.
• Umsögn Reykjavíkurborgar um rekstrarleyfi til sýslumanns.
• Staðfesting byggingarfulltrúa um að rekstrarleyfisskyld starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
• Staðfesting byggingafulltrúa á því að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
• Staðfesting skipulagsfulltrúa á því að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag Reykjavíkur segja til um.
• Staðfesting Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur á því að starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli.
• Staðfesting og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvist.
• Staðfesting slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á því að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.
• Starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
• Rekstrarleyfi og tækifærisleyfi frá sýslumanni.