Tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, um verklagsreglur vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 72
13. maí, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Skipulags- og samgönguráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að móta verklagsreglur vegna framkvæmda á vegum borgarinnar, sem eiga sér stað nærri verslun og þjónustu. Reglurnar tryggi aukið upplýsingaflæði og opið samtal  milli borgar og rekstraraðila. Reglurnar tryggi að rekstraraðilum  í nánasta umhverfi framkvæmdasvæðis hverju sinni, verði gert viðvart um fyrirhugaðar framkvæmdir með 12 mánaða fyrirvara. Komi framkvæmdaþörf upp skyndilega, t.d. vegna óvænts viðhalds, verði rekstraraðilum gert viðvart eins fljótt og auðið er. Jafnframt verði hlýtt á sjónarmið rekstraraðila um nánari útfærslur vegna framkvæmda, t.d. hvernig sé best að tryggja órofið aðgengi að verslun og þjónustu yfir framkvæmdatíma. Þegar verklagsreglurnar hafa verið mótaðar komi þær til endanlegrar afgreiðslu skipulags- og samgönguráðs. 
Svar

Frestað