Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fjölda stæða og sleppistæða við leikskóla og grunnskóla borgarinnar og hvað mörg eru yfirbyggð. Í ljósi þess að borgarmeirihlutinn er að fækka stæðum við einstaka leikskóla í ákveðnu deiliskipulagi er vísað í Reglur um fjölda bílastæða í Reykjavík. Í þeim segir m.a. að gera eigi ráð fyrir 0,2 - 0,5 bílastæði á starf, og gera þarf ráð fyrir mun fleirum stæðum eða sleppistæðum við leikskóla og lægri deildir grunnskóla þar sem meiri líkur eru á að börnum í neðri deildum er skutlað í skólann. Mælt er með því að helmingur stæða sé yfirbyggð. Fjöldi stæða skal vera 0,4 stæði/starfsmann og 20 stæði/100 börn. Við Grunnskóla er stæði fyrir starfsmenn plús sleppistæði allt að 60 á 100 nemendur. Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist ábendingar frá foreldrum um að stæði fyrir framan suma leikskóla eru of fá og stundum myndist vandræðaástand á álagstímum.