Kynntar niðurstöður mælinga á hlutfalli bifreiða á nagladekkjum í Reykjavík veturinn 2019-2020.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Kynntar eru niðurstöður mælinga á hlutfalli bifreiða á nagladekkjum í Reykjavík veturinn 2019-2020. Gott hefði verið ef kynning hefði fylgt með í fundargögnum. En horfast þarf í augu við að vetur á Íslandi er oft mjög snjóþungir. Borgarbúar og landinn er mikið á ferðinni, borgarbúar eru e.t.v. upp til hópa á faraldsfæti vetur jafnt sem sumur. Líf og heilsa fólks skiptir aðal máli og staðreyndin er sú að sé ferðalangur að fara t.d. út fyrir borgina yfir hávetur dugar fátt annað en að vera á nagladekkjum. Að nagladekk spæni upp malbiki er ef til vill ofmetið? Sennilega fer það eftir tegund nagla? Gott væri að fá hlutlausa athugun á þessu og niðurstöður í kjölfarið. Leiða má líkur á því að nákvæmlega sami hluti bíla sé á negldum dekkjum í Hvalfjarðargöngum og í Reykjavík. En malbikið í Hvalfjarðargöngum þarf aðeins að endurnýja á um 20 ára fresti, en endingartími malbiks í Reykjavík er mun styttri. Mismunurinn hefur verið skýrður með mismunandi malarsteinum í malbikinu. En Reykjavík hefur ekki nýtt þessa reynslu eftir því sem næst er komist. Negldur dekkjabúnaður hefur bjargað mörgum lífum. Fólk er ekki að leika sér að því að vera á nagladekkjum, bara til að skemma malbik.
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Þegar vetur eru langir er mikilvægt að vera á vel útbúnum bílum. Nagladekk eru ein leið til að minnka hemlunarvegalengd í erfiðri færð en vert er að benda á að ónegldir vetrarhjólbarðar og heilsársdekk geta veitt sama umferðaröryggi en hafa þann kost umfram nagladekk að þau slíta malbiki ekki í sama mæli. Kostnaður vegna skemmda á yfirborði gatna sem rekja má til nagladekkja er gríðarlegur. Það malbik sem naglarnir rífa upp er auk þess ein helsta uppspretta lífsógnandi svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu og því til mikils að vinna að minnka hlutdeild nagladekkja. Borgin hefur ítrekað óskað eftir heimild til gjaldtöku vegna nagladekkja og gæti það verið sterkt tæki. Þangað til er mikilvægt að lögreglan nýti sína sektarheimildir utan nagladekkjatímabilsins.