Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Þann 15. maí sl. var tekið fyrir framkvæmdaleyfi fyrir Bústaðaveg 151-153. Framkvæmdaleyfið veitir heimildir fyrir m.a. byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg, gerð hringtorgs á Bústaðaveg, hækkun Bústaðavegar, gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs vestan við Sprengisand og hesthús, gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut meðfram rampa að Reykjanesbraut, gerð tengistíga o.fl. 1. Hvað kostar þessi framkvæmd samkvæmt kostnaðaráætlun tæmandi talið? 2. Er búið að kynna þessa framkvæmd fyrir íbúum hverfisins? 3. Er búið að kynna þessa framkvæmd fyrir íbúaráði hverfisins? 4. Hvenær er áætlað að framkvæmdir hefjast? 5. Hvenær er gert ráð fyrir verklokum? 6. Á að bjóða verkið út? 7. Er búið að tilkynna ríkinu/Vegagerðinni um framkvæmdirnar vegna mikillar hættu á að þær eyðileggi/girði fyrir möguleika á uppbyggingu mislægra gatnamóta Bústaðavegar/Reykjanessbrautar? 8. Er þessi framkvæmd hluti af samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu?
Svar

Frestað.