Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins hefur tekið eftir því að skipulagsyfirvöld skipta mikið við Eflu, verkfræðistofu. Hér er um að ræða milljónir árlega. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort öll þessi verk hafi verið boðin út? Athuga ber að ekki þarf að ná viðmiði um útboðsreglur innkauparáðs til að geta boðið verk út. Eina sem ávallt ber að hafa í huga er að fara vel með fé borgarbúa. Eins veltir fulltrúi Flokks fólksins því fyrir sér hvort allur sá aragrúi af hámenntuðu starfsfólki borgarinnar geti ekki sinnt einhverjum af þeim verkum sem Efla fær inn á sitt borð? Til hvers er að ráða starfsfólk, hámenntað og fært í flestan sjó ef það fær svo ekki að nýta færni sína vegna þess að verkefni á þeirra sviði eru boðin út? Fyrir þá sem ekki vita og lesa fundargerð skipulags- og samgönguráðs þá er Efla  alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum sviðum verkfræði, tækni og tengdum greinum. En þetta er einmitt lýsing á starfsgetu og færni margra sérfræðinga á skipulagssviði sem gætu án efa sinnt fjölmörgum verkum sem Eflu er falið.
Svar

Frestað.