Fyrirspurn
Nýlega hafa götur verið endurnýjaðar og þörf er víða á slíkum framkvæmdum. Áætlanir hafa oft alls ekki staðist. Tímamörk hafa heldur ekki staðist og óvæntir og kostnaðarliðir bæst við. Svo virðist að það tengist oft gömlu lagnakerfi. Flokkur fólksins vill spyrja að hvaða marki kostnaðaráætlanir hafi staðist á þessu kjörtímabili og hvaða þættir valda mestum frávikum?