Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2020.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Áætlað er að borgarlína eigi að liggja í gegnum Breiðhöfða í Reykjavík þar sem fyrir eru fjöldamörg fyrirtæki og þá einkum bílasölur. Ekki liggur enn fyrir deiliskipulag og óvissan því enn mikil sérstaklega vegna þess að ekki er um eitt heildar deiliskipulag er að ræða. Heildarmyndin er aldrei sýnd í skipulagsmálum Reykjavíkur heldur byggir skipulagið á salamiaðferðinni. Ein og ein sneið í einu til að villa um fyrir borgarbúum. Það er gagnrýnisvert að eingöngu er í gildi gilt deiliskipulag á Esjumelum fyrir atvinnusvæði. Esjumelar eru í mikilli fjarlægð við Reykjavík og í engu hefur verið sinnt að deiliskipuleggja atvinnulóðir á Úlfarsfellssvæðinu, þess hluta sem nefnist Hallar og Hamrahlíðarlönd eins og samþykkt var í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Sú atvinnustarfsemi sem nú er á Breiðhöfðanum hefði passað mjög vel á þeim atvinnulóðum og væri meira miðsvæðis en á Esjumelum. Það rekur enginn bílasölu þar. Því er ljóst að verið er að flæma fyrirtækin í önnur sveitarfélög sem er ekki nýtt í sögu þeirra vinstri meirihluta sem hafa verið við völd. Ekki verður dregið úr bílanotkun Reykvíkinga með því að úthýsa bílasölum úr borginni ef það er stefnan.