Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 1. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Það er mjög gagnrýnivert að allt sem snýr að ljósastýringarmálum í Reykjavík fari ekki í útboð. Einn aðili virðist fá öll innkaup Reykjavíkurborgar í þeim málaflokki. Það er ávísun á að ekki sé um að ræða besta verð sem hægt væri að fá. Stærsti kostnaðarliður framangreinds yfirlit er vegna uppfærslu á miðlægri stýringu umferðarljósa, samtals 39.357.700 kr. Voru þessi innkaup gerð á þágildandi innkaupareglum borgarinnar. Þegar verið er að úthluta gæðum sem innkaup sveitarfélags sannarlegu eru þá verður að gæta þess að ekki ríki einokun á markaði og að sami aðili fái alltaf öll innkaupin. Minnt er á að Reykjavíkurborg hefur í 5 áratugi skipt við þetta eina fyrirtæki án þess að hleypa öðrum að. Það er mjög óeðlilegt. Hér er jafnframt bent á austur þýskt gæluverkefni sem borgarbúar þurfa að greiða fyrir. Austur þýska gæluverkefnið er endurnýju á ljósakerjum á gönguljósum í miðborginni og kosta hver gatnamót 64.000 án virðisaukaskatts. Í alvöru – hvert er þessi meirihluti kominn?