Lagfæringar á gatnamótum Hallsvegar/Víkurvegar, umsögn um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 75
3. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins af fundi skipulags- og samgönguráðs, dags. 3. júlí 2019, er varðar lagfæringar á gatnamótum Hallsvegar/Víkurvegar. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 28. maí 2020.
Svar

Tillagan felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulag- og samgönguráði telja orðið löngu tímabært að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Hallsvegar og Víkurvegar. Þar eru ekki sérmerktar sebragangbrautir né gönguljós og því bráðnauðsynlegt að umferðaröryggi verði bætt þar hið fyrsta.